Sendingarskilmálar

Sendingar og afhending

Við leggjum áherslu á að pöntunum sé sinnt fljótt og af natni. Allar vörur eru handgerðar og vandlega pakkaðar til að tryggja að þær berist þér í fullkomnu ástandi.

Pantanir eru yfirleitt afgreiddar innan 1–3 virkra daga frá móttöku pöntunar.
Þegar sending hefur verið afgreidd færð þú staðfestingu í tölvupósti með upplýsingum um sendinguna.

Við sendum vörur með Póstinum & Dropp.
Afhendingartími fer eftir staðsetningu og vali á sendingarmáta, en innanlands tekur afhending yfirleitt 1–3 virka daga frá sendingu.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður reiknast sjálfkrafa við greiðslu og fer eftir stærð og þyngd pöntunar.
Við bjóðum upp á fría sendingu ef pöntun fer yfir 20.000 – það kemur þá skýrt fram við kaup.

Við berum ekki ábyrgð á seinkunum sem kunna að verða hjá flutningsaðilum eftir að varan hefur verið afhent þeim til sendingar, en við gerum okkar besta til að aðstoða ef slíkt kemur upp.

Tjón eða tapaðar sendingar

Ef sending berst skemmd eða hverfur í flutningi, vinsamlegast hafðu samband við okkur sem fyrst á skim@skim.ismeð pöntunarnúmeri og myndum ef við á.
Við leysum slík mál fljótt og sanngjarnt í samráði við flutningsaðila.

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningar um sendingar, afhendingu eða pöntunina þína, getur þú sent okkur línu á skim@skim.is
Við svörum yfirleitt innan 1–2 virkra daga og gerum okkar besta til að tryggja að vörurnar þínar berist þér hratt og örugglega.

Shopping Cart